Porsche Cayman vs. BMW 135i Coupé

Ég minntist fyrr í dag á hörkukeppni sem átti sér stað á milli Porsche Cayman og BMW 1 series coupé í nýjasta þættinum af Fifth Gear. Þáttastjórnendurnir settu þá í nokkrar ólíkar keppnir til að komast að því hver stæði framar.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég sé þessa tvo bíla borna saman. Automotive und Sport tók þá í svipaðar prufur og munurinn í stigagjöf var mun meiri en vaninn er hjá þeim á milli bíla í sama flokki. BMW 1-línu coupé-inn virðist vera að gera 1-línuna hjá BMW meira spennandi. Þetta er vissulega smábíll og harðir BMW aðdáendurnir hafa ekkert verið að missa sig yfir kraftinum í honum.

En nýrri útgáfurnar af 1-línunni, sérstaklega þær sem eru með kraftmiklum vélum, eru að koma rosalega vel út, eins og þessi samanburður við Porsche-inn sýnir. Ég prófaði nýjan beinskiptan 2.0 dísel svona BMW-ás í Munchen um daginn og setti hann léttilega í 200 km/klst á þýsku hraðbrautunum. Svolítið eins og að keyra Mini-Cooper S.


Hér er fyrra myndbrotið úr Fifth Gear:

 


Hér er seinna myndbrotið: 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband