Keppnismaður fram í fingurgóma

Það er hægt að segja margt um Alonso kallinn. Hann er augljóslega ekki mjög hógvær maður ogAlonso hógværar eru launakröfurnar ekki heldur.

En hann er keppnismaður fram í fingurgóma og Renault menn gleyma því ekki hver færði þeim heimsmeistaratitilinn. Ég gæti trúað að Alonso og Renault eigi góða möguleika í ár, sumir keppinautarnir eru skaddaðir og bíllinn lofar góðu.

Gaman að sjá þarna mynd með fréttinni sem Ágúst Ásgeirsson tók á frumsýningunni á nýja bílnum í París en ég þurfti aðeins að toga í spotta hjá höfuðstöðvum Renault til að koma Ágústi fremst á bekk með heimspressunni.

mbl.is Alonso með 3,1 milljarð í laun hjá Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott síða gott frammtak vantar myndir af Renault bílum á nokkrar ef þú átt eingar ?

flottur: jberg

jberg (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: motor.blog.is

Takk fyrir það Jberg. Vonandi verður þú fastagestur hérna. Renault myndirnar eru í vinnslu. Þær koma. En endilega sendu mér ef þú ert með einhverjar flottar. Síðan ætla ég nú reyndar líka vera með möppur fyrir aðrar bílategundir - allavega eina sameiginlega myndamöppu.

A.

motor.blog.is, 20.2.2008 kl. 15:23

3 identicon

til hamingju þetta er akkúrt það sem vantaði  :)

sura (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæll Andrés

Frumsýningin var einstök upplifun, frábær aðstaða í flottum húsakynnum við Signubakka. Þakka þér fyrir aðstoðina. Á eftir að skrifa um hana í Moggann þegar nær dregur vertíðinni. Setti nokkrar myndir í syrpu á formúluvefinn, hana er að finna á slóðinni:

http://www.mbl.is/mm/sport/myndasyrpa.html?cat=3;album=534

Það var mjög athyglisvert að heyra hversu ánægðir tækniforsprakkar liðsins voru með að Alonso væri kominn aftur í þeirra raðir. Þeir binda gríðarlegar vonir við hann og sögðu hann bókstaflega geta ráðið úrslitum um gengi liðsins. Sögðu hann afburða reynsluökumann og tillögur hans um úrbætur hverju sinni væru afar skýrar og nákvæmar. Hann "læsi" bílinn einstaklega vel . . . það var næstum því ótrúlegt að hlusta á þá. Hef farið á frumsýningar áður hjá Williams og tvisvar hjá Toyota og aldrei hafa menn talað svona lofsamlega um ökuþór.

Varðandi launakröfurnar þá finnst mér athyglisvert að hann skuli vilja milljóninni meira en Kimi, Alonso sættir sig ekki sem tvöfaldur heimsmeistari að vera með minna kaup en aðrir!

Bestu kveðjur

Ágúst  

Ágúst Ásgeirsson, 20.2.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: motor.blog.is

Sæll Ágúst, Gaman að heyra með frumsýninguna. Fylgist með.

Já... miðað hvað Alonso virkar hrokafullur þá eru þetta fréttir sem þú segir með aðdáun tæknimannana. :)

En það er eins og ég segi. Alonso er fyrst og fremst mikill keppnismaður og Formúlan er náttúrlega ein harðasta keppni í heimi. 

motor.blog.is, 21.2.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband